Spænskur áhrifavaldur á dauðadóm yfir höfði sér Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2023 17:52 Daniel Sancho hefur viðurkennt að hafa myrt og bútað niður ástmann sinn Edwin Arrieto. Hann á dauðadóm yfir höfði sér. REUTERS Spænskur karlmaður um þrítugt á yfir höfði sér dauðadóm í Tælandi fyrir að hafa myrt kólumbískan ástmann sinn, bútað hann í sundur og dreift líkamshlutum hans á sorphauga og í sjóinn. Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu. Spánn Taíland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu.
Spánn Taíland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira