Chelsea horfir til Bandaríkjanna og gæti slegið enn eitt félagsskiptametið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 11:01 Djordje Petrovic er talinn líklegt skotmark Chelsea áður en félagsskiptaglugginn lokar. Fred Kfoury III/Icon Sportswire via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum undanfarin misseri og félagið hefur eytt hundruð milljónum punda. Nú horfir félagið til Bandaríkjanna í leit að markverði. Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu. Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu.
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira