Falsfréttir um áhrif hvalveiða Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 17:00 „Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Fjölmiðlar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun