Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 19:11 Svali eða Sigvaldi Kaldalóns rekur ferðaþjónustu á Tenerife. Hann segir hræðilegt að horfa upp á furuskóginn brenna. vísir/Magnús Hlynur Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali. Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali.
Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira