Toney rýfur þögnina í opinskáu viðtali: Situr af sér átta mánaða bann Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 13:00 Ivan Toney var til viðtals í hlaðvarpinu The Diary of a CEO Vísir/Skjáskot Ivan Toney, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford hefur í fyrsta sinn tjáð sig um veðmálafíkn sína og brot sín á veðmálareglum sem sáu til þess að hann var dæmdur í langt bann frá knattspyrnuiðkun. Í opinskáu viðtali í hlaðvarpinu The Diary of a CEO greinir Toney, sem nú situr af sér átta mánaða bann sökum brota á veðmálareglum, frá því að hann sé nú hættur að veðja á leiki og þá segist hann einnig hafa logið að rannsakendum í fyrstu yfirheyrslum. Ákærurnar á hendur Toney fyrir brot á veðmálareglum voru alls 232 talsins og segist Toney sjálfur ekki ráma í að hafa framið öll brotin sem eru tilgreind í ákærunum. Hann hafi hins vegar gengist við þeim öllum til þess að klára málið af. „Ég ætlaði mér bara að hafna öllum ásökunum og hélt að það yrði allt í góðu því þeir myndu ekki finna neitt, en þá sýndu þeir mér allt það sem þeir voru með í höndunum.“ Það að Toney hafi gengist við öllum brotunum mun hafa stytt bannið úr fimmtán mánuðum niður í átta en hann á erfitt með að sætta sig við ýmislegt í ferlinu, frá því að fyrstu fréttir birtust í fjölmiðlum af brotunum skömmu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Toney í leik með Brentford Vísir/Getty Stærsta refsingin var að missa af HM Toney hafði verið á miklu flugi í liði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford og voru taldar góðar líkur á því að hann yrði hluti af leikmannahópi enska landsliðsins á HM í Katar. Ásakanirnar litu dagsins ljós í fjölmiðlum og þá varð fljótt ljóst að HM draumur hans væri úti. „Ég hugsa að þessar ásakanir, varðandi brot á veðmálareglum, spili þar stóra rullu,“ segir Toney sem hefur mikið velt fyrir sér tímasetningunni á því að orómurinn um brot hans fór af stað og svo þegar að ákveðið var að refsa honum. Toney í leik með enska landsliðinuVísir/Getty Þannig að þú telur að þeir hafi hent fréttinni fram á sínum tíma til þess að koma í veg fyrir að þú myndir spila fyrir England? „Meðal annars, en einnig til þess að gera þetta að stærri frétt. Það er mín persónulega skoðun á þessu máli. Ef þú ert með leikmann, sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið með enska landsliðinu sem er sakaður um brot á veðmálareglum, þá er það stærri frétt (heldur en að leikmaður Brentford væri sakaður um þau brot).“ „Tímasetningin engin tilviljun“ Enska landsliðið spilar undir merkjum enska knattspyrnusambandið sem er einnig með dómsvaldið innan enskrar knattspyrnu og setti fram ákærurnar á hendur Toney. Maður myndi áætla að það hafi sett fram ákærurnar á þessum tímapunkti því ef sambandið hefði ekki gert það gæti það haft í för með sér afleiðingar fyrir enska landsliðið eða álit fólks á liðinu. „Ábyggilega mér finnst tímasetningin allavegana engin tilviljun en að þurfa að eiga bæði við afleiðingarnar þegar fréttin fer í loftið og svo eftir síðasta tímabil þegar að ég var dæmdur í átta mánaða bann svona löngu eftir. Stærsta refsingin fyrir mig var að missa af tækifærinu á því að spila á heimsmeistaramótinu. Það særði mig meira. Mér leið mjög illa á þeim tímapunkti, fannst eins og einhver væri að reyna ná sér niður á mér og koma í veg fyrir að ég myndi spila fyrir enska landsliðið.“ Hann hefur þurft að verma sæti í stúkunni á heimavelli Brentford undanfarið Vísir/Getty Toney tekur fulla ábyrgð á sínum gjörðum og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar að bannið hans rennur út í janúar á næsta ári. „Það er mikið af efasemdarröddum þarna úti sem telja að ég verði ekki sami leikmaðurinn þegar að ég sný til baka og þær hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki sami maður, ég verð enn betri maður en sá sem var að skora öll þessi mörk fyrir bannið.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Í opinskáu viðtali í hlaðvarpinu The Diary of a CEO greinir Toney, sem nú situr af sér átta mánaða bann sökum brota á veðmálareglum, frá því að hann sé nú hættur að veðja á leiki og þá segist hann einnig hafa logið að rannsakendum í fyrstu yfirheyrslum. Ákærurnar á hendur Toney fyrir brot á veðmálareglum voru alls 232 talsins og segist Toney sjálfur ekki ráma í að hafa framið öll brotin sem eru tilgreind í ákærunum. Hann hafi hins vegar gengist við þeim öllum til þess að klára málið af. „Ég ætlaði mér bara að hafna öllum ásökunum og hélt að það yrði allt í góðu því þeir myndu ekki finna neitt, en þá sýndu þeir mér allt það sem þeir voru með í höndunum.“ Það að Toney hafi gengist við öllum brotunum mun hafa stytt bannið úr fimmtán mánuðum niður í átta en hann á erfitt með að sætta sig við ýmislegt í ferlinu, frá því að fyrstu fréttir birtust í fjölmiðlum af brotunum skömmu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Toney í leik með Brentford Vísir/Getty Stærsta refsingin var að missa af HM Toney hafði verið á miklu flugi í liði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford og voru taldar góðar líkur á því að hann yrði hluti af leikmannahópi enska landsliðsins á HM í Katar. Ásakanirnar litu dagsins ljós í fjölmiðlum og þá varð fljótt ljóst að HM draumur hans væri úti. „Ég hugsa að þessar ásakanir, varðandi brot á veðmálareglum, spili þar stóra rullu,“ segir Toney sem hefur mikið velt fyrir sér tímasetningunni á því að orómurinn um brot hans fór af stað og svo þegar að ákveðið var að refsa honum. Toney í leik með enska landsliðinuVísir/Getty Þannig að þú telur að þeir hafi hent fréttinni fram á sínum tíma til þess að koma í veg fyrir að þú myndir spila fyrir England? „Meðal annars, en einnig til þess að gera þetta að stærri frétt. Það er mín persónulega skoðun á þessu máli. Ef þú ert með leikmann, sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið með enska landsliðinu sem er sakaður um brot á veðmálareglum, þá er það stærri frétt (heldur en að leikmaður Brentford væri sakaður um þau brot).“ „Tímasetningin engin tilviljun“ Enska landsliðið spilar undir merkjum enska knattspyrnusambandið sem er einnig með dómsvaldið innan enskrar knattspyrnu og setti fram ákærurnar á hendur Toney. Maður myndi áætla að það hafi sett fram ákærurnar á þessum tímapunkti því ef sambandið hefði ekki gert það gæti það haft í för með sér afleiðingar fyrir enska landsliðið eða álit fólks á liðinu. „Ábyggilega mér finnst tímasetningin allavegana engin tilviljun en að þurfa að eiga bæði við afleiðingarnar þegar fréttin fer í loftið og svo eftir síðasta tímabil þegar að ég var dæmdur í átta mánaða bann svona löngu eftir. Stærsta refsingin fyrir mig var að missa af tækifærinu á því að spila á heimsmeistaramótinu. Það særði mig meira. Mér leið mjög illa á þeim tímapunkti, fannst eins og einhver væri að reyna ná sér niður á mér og koma í veg fyrir að ég myndi spila fyrir enska landsliðið.“ Hann hefur þurft að verma sæti í stúkunni á heimavelli Brentford undanfarið Vísir/Getty Toney tekur fulla ábyrgð á sínum gjörðum og ætlar sér að koma sterkari til baka þegar að bannið hans rennur út í janúar á næsta ári. „Það er mikið af efasemdarröddum þarna úti sem telja að ég verði ekki sami leikmaðurinn þegar að ég sný til baka og þær hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki sami maður, ég verð enn betri maður en sá sem var að skora öll þessi mörk fyrir bannið.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira