Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 14:05 Luisa González fagnar bráðabirgðaniðurstöðum kosninganna í Ekvador. Hún hlaut flest atkvæði en þarf að gera betur í annarri umferð kosninganna í haust. AP/Dolores Ochoa Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð. Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð.
Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23