Gagnrýnir stjórnendur Manchester United: „Ferlið hefur verið hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:31 Mason Greenwood og Gary Neville Vísir/Getty Gary Neville, goðsögn í sögu Manchester United, segir að meðhöndlun félagsins á málum Mason Greenwood sem og þá innanbúðar rannsókn sem það stóð fyrir hafa verið hræðilega og sýni skýr merki um að þar hafi vantað skýra forystu. Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“ Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“
Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira