Gagnrýnir stjórnendur Manchester United: „Ferlið hefur verið hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:31 Mason Greenwood og Gary Neville Vísir/Getty Gary Neville, goðsögn í sögu Manchester United, segir að meðhöndlun félagsins á málum Mason Greenwood sem og þá innanbúðar rannsókn sem það stóð fyrir hafa verið hræðilega og sýni skýr merki um að þar hafi vantað skýra forystu. Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“ Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“
Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira