Ferðast með börnin um Evrópu í húsbíl í leit að nýju heimili Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 07:01 Húsbíllinn verður heimil Sunnu og fjölskyldu hennar næstu mánuði er þau ferðast um Evrópu Sunna Rós Baxter, tveggja barna móðir, hefur keypt sér húsbíl og ætlar að ferðast um Evrópu ásamt krökkunum í leit að góðum stað til að búa á. „Ég er búin að kaupa húsbílinn og þá er það bara að finna heimili,“ segir hún. Ferðalagið er búið að vera í pípunum um nokkurt skeið, en til að byrja með ætlaði hún að ferðast um strandlengju Spánar. Hugmyndin hefur hins vegar stækkað og er áætlunin sú að heimsækja fleiri lönd í Evrópu. Húsbíllinn verður heimili fjölskyldunnar næstu misseri. Þau ætla með Norrænu til Danmerkur í október. Þaðan ætla þau til Póllands þar sem bíllinn verður gerður upp og síðan halda þau til Spánar. Hún heldur að þau verði ábyggilega komin þangað í nóvember. „Hugmyndin er að fá tilfinninguna fyrir bæjunum og finna hvar manni líður best. En ‚ég er ekkert endilega bundin við Spán eða einhver önnur lönd,“ segir Sunna sem útskýrir að hana langi að finna litla jörð eða hús í niðurníðslu sem hún geti gert upp á meðan hún búi í húsbílnum. „Það er grófa planið,“ bætir hún við. Til þess að eiga fyrir þessu ferðalagi hefur Sunna verið mjög dugleg að vinna og spara í sumar. „Ég ætla þess vegna bara að vera í fríi fyrstu mánuðina áður en ég byrja að vinna aftur.“ Þó hún segist ekki vera komin með neina ákveðna áætlun þá segist hún ætla að elta sólina. Þá langi hana til Austur-Evrópu í vor og jafnvel til Marokkó síðar meir. Eitt af því sem Sunna þarf að hugsa fyrir eru börnin hennar, sem eru bæði á grunnskólaaldri. Yngra barnið er sex ára og það eldra fjórtán ára, en þau verða bæði í fjarnámi frá Íslandi á meðan ferðin stendur yfir. Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
„Ég er búin að kaupa húsbílinn og þá er það bara að finna heimili,“ segir hún. Ferðalagið er búið að vera í pípunum um nokkurt skeið, en til að byrja með ætlaði hún að ferðast um strandlengju Spánar. Hugmyndin hefur hins vegar stækkað og er áætlunin sú að heimsækja fleiri lönd í Evrópu. Húsbíllinn verður heimili fjölskyldunnar næstu misseri. Þau ætla með Norrænu til Danmerkur í október. Þaðan ætla þau til Póllands þar sem bíllinn verður gerður upp og síðan halda þau til Spánar. Hún heldur að þau verði ábyggilega komin þangað í nóvember. „Hugmyndin er að fá tilfinninguna fyrir bæjunum og finna hvar manni líður best. En ‚ég er ekkert endilega bundin við Spán eða einhver önnur lönd,“ segir Sunna sem útskýrir að hana langi að finna litla jörð eða hús í niðurníðslu sem hún geti gert upp á meðan hún búi í húsbílnum. „Það er grófa planið,“ bætir hún við. Til þess að eiga fyrir þessu ferðalagi hefur Sunna verið mjög dugleg að vinna og spara í sumar. „Ég ætla þess vegna bara að vera í fríi fyrstu mánuðina áður en ég byrja að vinna aftur.“ Þó hún segist ekki vera komin með neina ákveðna áætlun þá segist hún ætla að elta sólina. Þá langi hana til Austur-Evrópu í vor og jafnvel til Marokkó síðar meir. Eitt af því sem Sunna þarf að hugsa fyrir eru börnin hennar, sem eru bæði á grunnskólaaldri. Yngra barnið er sex ára og það eldra fjórtán ára, en þau verða bæði í fjarnámi frá Íslandi á meðan ferðin stendur yfir.
Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira