Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 15:30 Inga og Hildur sem sitja í atvinnuveganefnd eru ekki sáttar við Svandísi matvælaráðherra. Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún. Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún.
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01
„Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36