Messi búinn að koma Inter Miami í annan úrslitaleik: Hetja án þess að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:00 Lionel Messi fagnar marki hjá Inter Miami í nótt. Getty/Andy Lyons Lionel Messi skoraði reyndar ekki í nótt en hann var samt aðalmaðurinn þegar lið hans Inter Miami tryggði sér sæti í öðrum úrslitaleiknum á tímabilinu eftir að sá argentínski gekk til liðs við félagið. Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira