Tveir bestu CrossFit karlar heimsins í ár eru þjálfaðir af konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:31 Caroline Lambray óskar Jeffery Adler til hamingju með heimsmeistaratitilinn. Instagram/@crossfitgames Jeffery Adler varð á dögunum heimsmeistari í CrossFit í fyrsta sinn og landi hans Pat Vellner varð í öðru sæti á heimsleikunum. Þeir eiga meira sameiginlegt en að vera báðir frá Kanada. Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira