Þögull um Prigozhin en fagnar fyrirhugaðri stækkun BRICS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 11:15 Pútín ávarpar fund BRICS-ríkjanna gegnum fjarfundarbúnað. AP/Marco Longari Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um fregnir af dauða Yevgeny Prigozhin né hafa stjórnvöld í Moskvu viljað gefa út formlega yfirlýsingu um málið. Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira