Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 12:56 Ferðamenn í Barcelona freista þess að skýla sér frá sólinni. epa/Alejandro Garcia Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður. Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum.
Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira