Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 16:36 Pútín segir að rannsóknin muni taka tíma. EPA Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18