„Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 21:01 Guðlaugur Þór Þórðarsson segir útilokað að ná loftlagsmarkmiðum án þess að framleiða græna orku. Vísir/Sigurjón Umhverfisráðherra segir umræðuna hér á landi hvað varðar græna orku skrítna og ekki i samræmi við það sem þekkist annars staðar. Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.” Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.”
Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira