Hákon byrjaði í sigri Lille | Allt galopið hjá Klaksvík Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 20:40 Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille Vísir/Getty Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann 2-1 heimasigur á HNK Rijeka í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Hákon Arnar gekk til liðs við Lille í sumar frá FC Kaupmannahöfn og byrjaði vel með liðinu í æfingaleikjum. Liðið mætti í kvöld HNK Rijeka frá Króatíu í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Marco Pasalic kom gestunum yfir á 24. mínútu en Edon Zhegrova jafnaði fyrir Lille skömmu fyrir hálfleik. Á 89. mínútu skoraði svo Leny Yoro sigurmark Lille með skalla en Hákon Arnar hafði þá verið tekinn af velli tuttugu mínútum fyrr. Lokatölur 2-1 og Lille því með nauma forystu fyrir síðari leikinn í Króatíu. Færeysku meistararnir í Klaksvik hafa komið gríðarlega á óvart í Evrópukeppni hingað til en liðið er nú þegar búið að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í kvöld lék liðið gegn Sheriff Tiraspol á heimavelli sínum í umspili um sæti í Evrópudeildinni. 52' GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOAL!! PATRICK! PATRICK! PATRICK! PATRICK! 1-0 TO KLAKSVÍK!!— KÍ (@KI_Klaksvik) August 24, 2023 Patrick Da Silva kom Klaksvík yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jerome Mbekeli jafnaði fyrir gestina á 73. mínútu og þar við sat. Einvígið galopið fyrir síðari leikinn eftir viku. Kristian Nökkvi Hlynsson var á varamannabekk Ajax sem svo gott sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með 4-1 útisigri á Ludogorets. Mohammed Kudus skoraði þrennu í það sem gæti verið hans síðasti leikur fyrir Ajax en hann er nálægt því að semja við West Ham á Englandi. Þá var Sverrir Ingi Ingason frá vegna meiðsla þegar Midtjylland gerði 3-3 jafntefli gegn Legia frá Varsjá í Danmörku í kvöld. Sverrir Ingi gekk nýlega til liðs við Midtjylland en hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Hákon Arnar gekk til liðs við Lille í sumar frá FC Kaupmannahöfn og byrjaði vel með liðinu í æfingaleikjum. Liðið mætti í kvöld HNK Rijeka frá Króatíu í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Marco Pasalic kom gestunum yfir á 24. mínútu en Edon Zhegrova jafnaði fyrir Lille skömmu fyrir hálfleik. Á 89. mínútu skoraði svo Leny Yoro sigurmark Lille með skalla en Hákon Arnar hafði þá verið tekinn af velli tuttugu mínútum fyrr. Lokatölur 2-1 og Lille því með nauma forystu fyrir síðari leikinn í Króatíu. Færeysku meistararnir í Klaksvik hafa komið gríðarlega á óvart í Evrópukeppni hingað til en liðið er nú þegar búið að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í kvöld lék liðið gegn Sheriff Tiraspol á heimavelli sínum í umspili um sæti í Evrópudeildinni. 52' GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOAL!! PATRICK! PATRICK! PATRICK! PATRICK! 1-0 TO KLAKSVÍK!!— KÍ (@KI_Klaksvik) August 24, 2023 Patrick Da Silva kom Klaksvík yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jerome Mbekeli jafnaði fyrir gestina á 73. mínútu og þar við sat. Einvígið galopið fyrir síðari leikinn eftir viku. Kristian Nökkvi Hlynsson var á varamannabekk Ajax sem svo gott sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með 4-1 útisigri á Ludogorets. Mohammed Kudus skoraði þrennu í það sem gæti verið hans síðasti leikur fyrir Ajax en hann er nálægt því að semja við West Ham á Englandi. Þá var Sverrir Ingi Ingason frá vegna meiðsla þegar Midtjylland gerði 3-3 jafntefli gegn Legia frá Varsjá í Danmörku í kvöld. Sverrir Ingi gekk nýlega til liðs við Midtjylland en hefur lítið getað spilað vegna meiðsla.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira