Fyrrum hermaður eltir Messi eins og skugginn Smári Jökull Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 07:00 Lionel Messi í leik með Inter Miami gegn FC Cincinnati. Vísir/Getty Koma Lionel Messi í MLS-deildina hefur verið vel heppnuð hingað til. Fyrrum hermaður sem fylgir Argentínumanninum eins og skugginn hefur vakið töluverða athygli. Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar. Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður. Yassine Chueko sést hér ganga á eftir Lionel Messi til búningsherbergisins eftir leik Inter Miami á dögunum.Vísir/Getty Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins. Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það. During Inter Miami matches, Leo Messi is followed by an ex-US Navy Seal for maximum security. The bodyguard is a martial arts, boxer and taekwondo expert. He can be seen even following him during matches. pic.twitter.com/Gl8n1UzHXV— EuroFoot (@eurofootcom) August 24, 2023 Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki. Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami. Peep Messi s bodyguard this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77— R (@Lionel30i) August 24, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Lionel Messi gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni í sumar en liðið er í eigu stórstjörnunnar David Beckham. Koma Messi til Bandaríkjanna hefur eðlilega vakið mikla athygli og hann hefur sett svip sinn á lið Inter Miami nú þegar. Eðlilega er öryggisgæslan í kringum stjörnuleikmann eins og Messi mikil. Hann er með sinn eigin lífvörð í Bandaríkjunum og það er enginn smá lífvörður. Yassine Chueko sést hér ganga á eftir Lionel Messi til búningsherbergisins eftir leik Inter Miami á dögunum.Vísir/Getty Fyrrum hermaðurinn Yassine Chueko fylgir Argentínumanninum hvert fótmál en það var Beckham sjálfur sem valdi Chueko til starfsins. Chueko er fyrrum hermaður sem hefur tekið þátt í stríðum Bandaríkjanna bæði í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum. Sæmilegur ferill það. During Inter Miami matches, Leo Messi is followed by an ex-US Navy Seal for maximum security. The bodyguard is a martial arts, boxer and taekwondo expert. He can be seen even following him during matches. pic.twitter.com/Gl8n1UzHXV— EuroFoot (@eurofootcom) August 24, 2023 Og Chueko tekur starf sitt alvarlega. Hann eltir Messi hvert sem hann fer og á dögunum sást hann meðal annars hlaupa með fram hliðarlínu knattspyrnuvallarins þegar Messi hljóp í átt að áhorfendum til að fagna marki. Messi hefur skorað tíu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum fyrir Inter Miami. Peep Messi s bodyguard this guy follows him EVERYWHERE pic.twitter.com/IGrMSa4P77— R (@Lionel30i) August 24, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira