Danir banna brennslu trúar- og helgirita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2023 10:34 Mótmælendur í Beirút í Líbanon brenna fána Svíþjóðar og Hollands vegna Kóran-brenna í ríkjunum. AP/Hassan Ammar Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð. Danmörk Trúmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Frá þessu greindu utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, dómsmálaráðherrann Peter Hummelgaard og efnahagsmálaráðherrann Jakob Ellemann-Jensen á blaðamannafundi í morgun. Þeir sögðu brennslu trúarrita tilgangslausa lítilsvirðingu og að koma þyrfti í veg fyrir slíka gjörninga. Hummelgaard sagði að lögin myndu fela í sér bann gegn því að höndla trúarlega mikilvæg rit eða muni með ótilhlýðilegum hætti. Það verður til að mynda ólöglegt að brenna Kóraninn, Biblíuna og Tóruna; trúarrit gyðinga. Þeir sem brjóta gegn lögunum munu eiga yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Hummelgaard vildi ekki fara nánar út í það hvað myndi flokkast til vanvirðingar á trúarlegum munum en sagði það myndu skýrast í meðförum dómstóla. Hann sagði lögunum ekki beint gegn tjáningarfrelsinu, heldur snérist málið um það hvernig skoðanir væru tjáðar. Jensen sagði tjáningarfrelsið enn hornstein lýðræðisins í Danmörku. Rasmussen sagði mikilvæg skilaboð felast í lögunum og benti á að hryðjuverkaógnin í landinu hefði stigmagnast í kjölfar Kóran-brenna. Áður hefur verið greint frá hótunum al-Kaída gegn Dönum og Svíum og auknum viðbúnaði í Svíþjóð.
Danmörk Trúmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira