Enski boltinn

Rúnar Alex og Jón Daði ó­notaðir vara­menn en Jökull var í marki Car­lis­le

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi
Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty

Jökull Andrésson lék allan leikinn í marki Carlisle sem tapaði gegn Port Vale í þriðju efstu deild á Englandi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson sátu allan tímann á bekknum hjá sínum liðum.

Jökull Andrésson gekk til liðs við Carlisle á láni frá Reading fyrir tímabilið en félagið leikur í þriðju efstu deild á Englandi. Liðið mætti Port Vale á útivelli í dag og var Jökull í byrjunarliði Carlisle.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í dag. Það skoraði James Wilson úr vítaspyrnu fyrir Port Vale í upphafi síðari hálfleiks. Carlisle á enn eftir að ná í sigur eftir fjórðar umferðir í deildinni.

Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk Cardiff sem vann 2-1 sigur á Sheffield Wednesday á heimavelli í dag. Sigurmark Cardiff kom úr víti í uppbótartíma en Rúnar Alex er tiltölulega nýgenginn til liðs við félagið á láni frá Arsenal.

Þá sat Jón Daði Böðvarsson á bekk Bolton sem gerði 1-1 jafntefli við Burton Albion. Jón Daði meiddist á miðju síðasta tímabili og var ekkert meira með Bolton eftir það. Hann kom inn sem varamaður í síðasta deildaleik Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×