Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 17:46 Erik Ten Hag þakkar dómaranum Stuart Attwell fyrir leikinn í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. „Hræðileg byrjun en karakter liðsins var frábær. Við héldum ró okkar og vorum svo yfirvegaðir. Við héldum trú á skipulaginu, spiluðum góðan fótbolta og skoruðum þrjú mörk. Þetta var frábær endurkoma,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC eftir leikinn í dag. „Með fullri virðingu fyrir Forest þá getum við ekki leyft þeim að skora svona mörk. Þetta voru auðveld gjafamörk. Þetta er brjálæði en stundum geta leikir farið svona. Eins og ég sagði, við héldum ró okkar.“ Í ljósi þess að United tapaði í síðustu umferð gegn Tottenham var mikilvægt fyrir liðið að koma til baka í dag. Ten Hag segir pláss fyrir bætingu hjá liðinu. „Við höfum séð að þetta lið getur komið til baka. Ef þú átt svona byrjun þá þarftu að komast yfir það. Það er ekki auðvelt en hrós á liðið mitt.“ „Við erum með persónuleikann. Við getum klárlega bætt okkur á ákveðnum sviðum. En almennt séð er þetta lið með karakterinn til að koma til baka í hvert skipti. Ný regla um uppbótartíma í ensku deildinni hefur hlotið töluverða umfjöllun. Dómarar bæta mun meiri tíma við venjulegan leiktíma en áður og á Old Trafford í dag var ellefu mínútum bætt við síðari hálfleikinn. „Þessi regla er ekki rétt. Þeir voru að tefja leikinn frá byrjun og voru verðlaunaðir fyrir það,“ sagði Ten Hag og vísaði þá til þess að Forest fékk tíma undir lokin til að reyna að jafna. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
„Hræðileg byrjun en karakter liðsins var frábær. Við héldum ró okkar og vorum svo yfirvegaðir. Við héldum trú á skipulaginu, spiluðum góðan fótbolta og skoruðum þrjú mörk. Þetta var frábær endurkoma,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC eftir leikinn í dag. „Með fullri virðingu fyrir Forest þá getum við ekki leyft þeim að skora svona mörk. Þetta voru auðveld gjafamörk. Þetta er brjálæði en stundum geta leikir farið svona. Eins og ég sagði, við héldum ró okkar.“ Í ljósi þess að United tapaði í síðustu umferð gegn Tottenham var mikilvægt fyrir liðið að koma til baka í dag. Ten Hag segir pláss fyrir bætingu hjá liðinu. „Við höfum séð að þetta lið getur komið til baka. Ef þú átt svona byrjun þá þarftu að komast yfir það. Það er ekki auðvelt en hrós á liðið mitt.“ „Við erum með persónuleikann. Við getum klárlega bætt okkur á ákveðnum sviðum. En almennt séð er þetta lið með karakterinn til að koma til baka í hvert skipti. Ný regla um uppbótartíma í ensku deildinni hefur hlotið töluverða umfjöllun. Dómarar bæta mun meiri tíma við venjulegan leiktíma en áður og á Old Trafford í dag var ellefu mínútum bætt við síðari hálfleikinn. „Þessi regla er ekki rétt. Þeir voru að tefja leikinn frá byrjun og voru verðlaunaðir fyrir það,“ sagði Ten Hag og vísaði þá til þess að Forest fékk tíma undir lokin til að reyna að jafna.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira