Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 19:16 Vladímír Pútín hefur skipað öllum starfsmönnum Wagner-hópsins sem og öðrum málaliðum að sverja hollustueið. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. Pútín skrifaði undir tilskipunina í gær, tveimur dögum eftir að Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-hópsins, lést í flugslysi. Tilskipunin nær til allra þeirra sem taka þátt í hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þeirra sem aðstoða rússneska herinn og þeirra sem vinna við varnarmál segir í frétt BBC. Pútín vill herða takið á Wagner Sérfræðingar telja að tilskipun Pútín sé hluti af áætlunum hans um að endurheimta vald sitt eftir uppreisn Wagner-hópsins í júní. „Pútín vill hafa þétt tak á Wagner til að tryggja það að hann lendi ekki í annarri krísu í framtíðinni,“ sagði Natia Seskuria, sérfræðingur hjá bresku hugveitunni RUSI, við BBC. Seskuria telur að þó tilskipunin muni hafa skammtímaáhrif þá muni dyggir stuðningsmenn Prígósjín ekki sverja eiðinn. Tilskipunin gæti því skapað vandræði fyrir Pútín síðar meir. Með því að sverja eiðinn lofa eiðsvarar því að fylgja öllum skipunum yfirmanna. Það sé gert til að byggja upp andlegan og siðferðilegan grunn varnar Rússa. Nokkrum vikum áður en Wagner gerði uppreisn í júní gaf rússneska varnarmálaráðuneytið málaliðahópum frest til 1. júlí til að skrifa undir samninga við herinn. Prígósjín neitaði þá að skrifa undir þar sem hann vildi ekki að Wagner heyrði undir ráðuneytið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Pútín skrifaði undir tilskipunina í gær, tveimur dögum eftir að Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-hópsins, lést í flugslysi. Tilskipunin nær til allra þeirra sem taka þátt í hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þeirra sem aðstoða rússneska herinn og þeirra sem vinna við varnarmál segir í frétt BBC. Pútín vill herða takið á Wagner Sérfræðingar telja að tilskipun Pútín sé hluti af áætlunum hans um að endurheimta vald sitt eftir uppreisn Wagner-hópsins í júní. „Pútín vill hafa þétt tak á Wagner til að tryggja það að hann lendi ekki í annarri krísu í framtíðinni,“ sagði Natia Seskuria, sérfræðingur hjá bresku hugveitunni RUSI, við BBC. Seskuria telur að þó tilskipunin muni hafa skammtímaáhrif þá muni dyggir stuðningsmenn Prígósjín ekki sverja eiðinn. Tilskipunin gæti því skapað vandræði fyrir Pútín síðar meir. Með því að sverja eiðinn lofa eiðsvarar því að fylgja öllum skipunum yfirmanna. Það sé gert til að byggja upp andlegan og siðferðilegan grunn varnar Rússa. Nokkrum vikum áður en Wagner gerði uppreisn í júní gaf rússneska varnarmálaráðuneytið málaliðahópum frest til 1. júlí til að skrifa undir samninga við herinn. Prígósjín neitaði þá að skrifa undir þar sem hann vildi ekki að Wagner heyrði undir ráðuneytið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira