Regnbogi og „Kyssuskilti“ í Ólafsvík vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2023 20:05 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, ásamt Heimi Berg Vilhjálmssyni, markaðs- og upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna. Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira