„Erum með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2023 19:35 Björn Daníel var ánægður með Gyrði Hrafn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var afar ánægður með 3-2 sigur gegn Val á heimavelli. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira