Mikil ánægja með nýju þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2023 15:01 Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs en aðsetur garðsins er í nýju og glæsilegu húsnæði á Hellissandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með nýju þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð, sem opnuð var í vor á Hellissandi. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar. Þjóðgarðurinn er 183 ferkílómetrar að stærð, staðsettur vestast á Snæfellsnesi og er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall landsins, trónir tígulega í þjóðgarðinum.. Starfsemin í nýju þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi hefur gengið mjög vel frá því að opnað var í vor enda meira en nóg að gera hjá landvörðum og öðru starfsfólki þjóðgarðsins. Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs, segir miðstöðina hafa mikla þýðingu, bæði fyrir þjóðgarðinn og samfélagið allt á Snæfellsnesi. „Já, nýja húsið og aðstaðan okkuar hefur breytt mjög og kannski fyrst og fremst það að við komumst nær samfélaginu, þetta er ekki bara hús fyrir gesti þjóðgarðsins heldur er þetta hús samfélagsins. Hér erum við með ýmsa viðburði,” segir Hákon. Nýja húsið er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi þjóðgarður, hvað er svona merkilegt við hann? „Jarðsagan er náttúrulega mjög merkileg á þessu svæði því þetta er frekar ungt svæði. Það gaus hér síðast fyrir átta þúsund árum síðan. Svo er þaðsagan, sem er á svæðinu þó þú sjáir ekki beint söguna þegar þú keyrir í gegnum þjóðgarðinn en þegar þú stígur út fyrir þjóðveginn er sagan nánast við hvert fótmál.” Hákon segir að það hafi verið meira en nóg að gera í sumar enda mikið af ferðamönnum á Snæfellsnesi. Mesta áskorunin hafi verið að taka á móti gestum af skemmtiferðaskipum, sem hafa komið í Grundarfjörð. En er of mikið af ferðamönnum á svæðinu þegar skemmtiferðaskipin eru? „Ekki á svæðinu en það er of mikið af fólki á einum stað á sama tíma, það er vandamálið. Það sem við viljum gera er að dreifa álaginu yfir daginn, þannig að það sé ekki of margir að koma á sama stað á sama tíma,” segir Hákon. Það er margt mjög áhugavert að skoða í þjóðgarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíðan Ísabella Una Halldórsdóttir landvörður, sem hefur haft meira en nóg að gera í sumar eins og aðrir landverðir og starfsfólk þjóðgarðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira