Grínistinn sem sagði Íslendinga opnari fyrir gríni en Danir er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2023 23:10 Eddie Skoller og Jeanne Grønbæk á ráðstefnu árið 2012. Martin von Haller Groenbaek - CC BY 2.0 Danski grínistinn og tónlistarmaðurinn Eddie Skoller er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði glímt við langvarandi veikindi og lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gær, umvafinn fjölskyldu. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson. Andlát Danmörk Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson.
Andlát Danmörk Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira