Sendir herforingjastjórn Níger tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2023 13:53 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Teresa Suarez Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram. Herforingjarnir handsömuðu nýverið Mohamed Bazoum, forseta Níger, og hefur honum verið haldið ásamt fjölskyldu sinni í forsetahöll landsins. Herforingjarnir hafa hótað því að taka Bazoum af lífi en þeir saka hann um landráð. Utanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti á föstudaginn að herforingjastjórnin hafði gefið sendiherra Frakklands, Sylvain Itte, 48 klukkustundir til að yfirgefa landið. Það sögðu þeir vegna þess að Itte hefði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og að yfirvöld Frakklands væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Sá frestur er runninn út og Macron staðfesti svo á fundi í París í dag að Itte yrði áfram í Níger. Forsetinn ítrekaði að Frakkland styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins og hrósaði honum fyrir hugrekki varðandi það að segja ekki af sér, samkvæmt frétt France24. Macron sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Hann sagði það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram. „Vandamál Nígermanna í dag er að valdaræningjarnir eru að setja almenning í hættu því þeir hafa hætt baráttu þeirra gegn hryðjuverkahópum,“ sagði Macron. Hann sagði einnig að herforingjarnir væru að hætta við efnahagsstefnu sem hefði reynst landinu vel og væru að missa aðgang að alþjóðlegri aðstoð sem myndi hjálpa þjóðinni að komast upp úr fátækt. Bazoum var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Bandaríkjamenn eru einnig í Níger og hafa stýrt drónaárásum gegn hryðjuverkamönnum þaðan, auk þess sem þeir hafa verið að þjálfa hermenn Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Í Níger hefur myndin þó verið önnur. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs dóu færri en höfðu gert á sambærilegu tímabili frá 2018. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hrósað Bazoum fyrir það að vel hafi gangið þar í landi að berjast geng hryðjuverkamönnum. Ouhoumoudou Mahamadou, forsætisráðherra Níger fyrir valdaránið, segir að ríkið hafi skýlt nágrönnum sínum við vesturströnd Afríku frá þessum hryðjuverkahópum. Það muni ekki halda áfram. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa fordæmt valdaránið í Níger, lokað landamærum þeirra að ríkinu og sagt að hernaðaríhlutun komi til greina. Þar er helst um að ræða Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín. Herforingjastjórnir sem hafa tekið völd í Búrkína Fasó og Malí hafa hótað því að koma hernum í Níger til aðstoðar, geri Nígería og aðrir innrás. Níger Frakkland Búrkína Fasó Malí Tengdar fréttir Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Herforingjarnir handsömuðu nýverið Mohamed Bazoum, forseta Níger, og hefur honum verið haldið ásamt fjölskyldu sinni í forsetahöll landsins. Herforingjarnir hafa hótað því að taka Bazoum af lífi en þeir saka hann um landráð. Utanríkisráðuneyti Frakklands tilkynnti á föstudaginn að herforingjastjórnin hafði gefið sendiherra Frakklands, Sylvain Itte, 48 klukkustundir til að yfirgefa landið. Það sögðu þeir vegna þess að Itte hefði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og að yfirvöld Frakklands væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Sá frestur er runninn út og Macron staðfesti svo á fundi í París í dag að Itte yrði áfram í Níger. Forsetinn ítrekaði að Frakkland styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins og hrósaði honum fyrir hugrekki varðandi það að segja ekki af sér, samkvæmt frétt France24. Macron sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Hann sagði það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram. „Vandamál Nígermanna í dag er að valdaræningjarnir eru að setja almenning í hættu því þeir hafa hætt baráttu þeirra gegn hryðjuverkahópum,“ sagði Macron. Hann sagði einnig að herforingjarnir væru að hætta við efnahagsstefnu sem hefði reynst landinu vel og væru að missa aðgang að alþjóðlegri aðstoð sem myndi hjálpa þjóðinni að komast upp úr fátækt. Bazoum var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Bandaríkjamenn eru einnig í Níger og hafa stýrt drónaárásum gegn hryðjuverkamönnum þaðan, auk þess sem þeir hafa verið að þjálfa hermenn Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Í Níger hefur myndin þó verið önnur. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs dóu færri en höfðu gert á sambærilegu tímabili frá 2018. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hrósað Bazoum fyrir það að vel hafi gangið þar í landi að berjast geng hryðjuverkamönnum. Ouhoumoudou Mahamadou, forsætisráðherra Níger fyrir valdaránið, segir að ríkið hafi skýlt nágrönnum sínum við vesturströnd Afríku frá þessum hryðjuverkahópum. Það muni ekki halda áfram. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa fordæmt valdaránið í Níger, lokað landamærum þeirra að ríkinu og sagt að hernaðaríhlutun komi til greina. Þar er helst um að ræða Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín. Herforingjastjórnir sem hafa tekið völd í Búrkína Fasó og Malí hafa hótað því að koma hernum í Níger til aðstoðar, geri Nígería og aðrir innrás.
Níger Frakkland Búrkína Fasó Malí Tengdar fréttir Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14. ágúst 2023 09:58
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45