Léleg afkoma í landbúnaði leiði til hærra verðs í haust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2023 15:48 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Búist er við að verð á landbúnaðarvörum hækki enn meira í haust. Meginástæðan er léleg afkoma í landbúnaði en stýrivaxtahækkun bætir gráu ofan á svart. Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar. Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36
60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent