Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 23:19 Magnus Carlsen og Hans Niemann í örlagaríkum leik sínum á Sinquefield-skákmótinu síðastliðið haust. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“ Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira