Liverpool blandar sér í baráttuna um Gravenberch Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 14:30 Gæti verið á leiðinni til Englands. Etsuo Hara/Getty Images Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi. Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Fyrir skemmstu kom það upp úr krafsinu að Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, vildi fá skoska miðjumanninn Scott McTominay í sínar raðir en sá spilar með Manchester United. Þar sem Rauðu djöflarnir eru heldur þunnskipaðir á miðsvæðinu var talið líklegast að Bayern myndi lána Man United leikmann til að geta fengið hinn 26 ára gamla McTominay á láni. Var Gravenberch þá nefndur til sögunnar en hann og Erik ten Hag, þjálfari Man United, unnu saman hjá Ajax þar sem hann er uppalinn. Ten Hag hefur verið einkar duglegur að sækja leikmenn sem hann þekkir persónulega til Manchester. Nú hefur hins vegar Sky Sports greint frá því að erkifjendur Man United í Liverpool hafi líka áhuga á að fá hinn 21 árs gamla Gravenberch í sínar raðir. Sá á ekki upp á pallborðið hjá Tuchel og virðist sem hann verði lánaður frá Bayern aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Feeling is that Liverpool could push for Ryan #Gravenberch in the next days! #LFC Bayern is waiting for concrete offers as he s the No. 4 in central midfield under Thomas Tuchel. Gravenberch wants to play regularly and is unhappy with his situation. The player has not pic.twitter.com/U3WKml2fVD— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 28, 2023 Lærisveinar Jürgen Klopp þarfnast frekari styrkingar á miðsvæðið eftir að hafa misst Fabinho, Jordan Henderson, Naby Keïta og James Milner í sumar. Klopp heufr fest kaup á Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Wataru Endo en vill fleiri möguleika á miðsvæðið, þar passar Gravenberch vel inn í.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira