Mögulegt að 83 ára maður með fjórða stigs beinkrabba verði sendur heim Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 10:41 „Pabbi á að fá að lifa með reisn þessar vikur,“ sagði Hrund í grein sinni. Hrund Traustadóttir segir betur fara um föður sinn en hann er kominn á aðra deild á Landakoti, í tveggja manna herbergi þar sem hann hefur sjónvarp útaf fyrir sig, og hefur fengið aukna verkjastillingu. Grein Hrundar sem birtist í Vísi í fyrradag, þar sem hún lýsti flutningi föður síns af Landspítalanum og yfir á Landakot og aðbúnaði hans þar, vakti gríðarmikla athygli. Pabbi Hrundar er 83 ára gamall með fjórða stigs beinkrabbamein en var fluttur á endurhæfingardeild á Landakoti þar sem hann þótti ekki lengur eiga heima á bráðadeild. Hann þurfti að bíða fjóra tíma eftir flutningi, sem gekk illa enda er hann mjög þjáður sökum krabbans. Þá beið algjör óvissa þegar komið var á Landakot, þar sem hjúkrunarfræðingur á vakt reyndist ekki uppýstur um sjúkdóm hans. Í kjölfar greinar Hrundar og fréttaflutnings um málið var faðir hennar fluttur um deild og segist Hrund finna fyrir miklum létti en hún kvíður jafnframt fyrir framhaldinu. „Ég er mjög hrædd um að hann verði sendur heim. Við erum alveg með hnút í maganum yfir því. Maður hefur heyrt svo margar sögur um fólk sem hefur verið sent heim þótt það sé algjörlega ósjálfbjarga og jafnvel bara í leigubíl,“ segir hún. Staðan vekur nokkra furðu og fjölda spurninga. Er hann í meðferð við krabbameininu? Á hann að fara í endurhæfingu? Hvað með hjúkrunarheimili? Já, veit ekki, örugglega ekki. Það eru svör Hrundar, sem segist í raun ekki hafa fengið nein skýr svör um hvað bíði pabba hennar. „Ég bara hreinlega sé þetta ekki fyrir mér. Þetta er 83 ára gamall maður með beinkrabbamein. Hvaða endurhæfing er að fara að eiga sér stað?“ spyr Hrund. Það sé ekki síst þess vegna sem hún er hrædd um að hann fái ekki að dvelja lengi þar sem hann er. Varðandi umsókn um pláss á hjúkrunarheimili vísar hún til símtals sem hún fékk frá lækni í gær. „Hún sagði að hann fengi mjög líklega synjun inn á hjúkrunarhemil vegna þess að til þess að fá inni þá þarf endurhæfing að vera fullreynd og það þarf að vera fullreynt að hann geti ekki séð um sig sjálfur heima,“ segir Hrund. Það sé þó alveg ljóst að faðir hennar geti engan veginn séð um sig sjálfur; hvorki klætt sig, matað sig né farið á salernið án aðstoðar. „Hann á í raun kannski hvergi heima,“ segir Hrund og furðar sig á stöðu mála. „Ég er búin að fá svo mörg símtöl og skilaboð frá ókunnugu fólki sem er gráti næst... Að þakka mér fyrir að stíga fram,“ segir hún. Sögurnar séu hræðilegar. „Fólk bara... Maginn snýst við þegar fólk keyrir framhjá Landakotsspítala því það á svo hræðilegar minningar frá síðustu sólahringumn í lífi foreldra sinna.“ Sjálfur var pabbi hennar mjög langt niðri áður en bætt var úr málum í gær. „Hann var hræðilega kvalinn og virkilega sleginn og bara gjörsamlega niðurbrotin eftir þennan tæpa sólahring,“ segir Hrund um ástand hans þegar hún og systir hennar heimsóttu hann eftir flutninginn á Landakot. „Hann er búinn að borga skattana sína frá því hann var 16 ára gamall og nú er hann 83 ára og á þessu stigi í sínu lífi á hann að fá þá til baka. Hann á bara að vera í bómull.“ Vísir leitaði viðbragða frá Landspítalanum Heilbrigðismál Eldri borgarar Mannréttindi Tengdar fréttir „Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. 28. ágúst 2023 00:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Grein Hrundar sem birtist í Vísi í fyrradag, þar sem hún lýsti flutningi föður síns af Landspítalanum og yfir á Landakot og aðbúnaði hans þar, vakti gríðarmikla athygli. Pabbi Hrundar er 83 ára gamall með fjórða stigs beinkrabbamein en var fluttur á endurhæfingardeild á Landakoti þar sem hann þótti ekki lengur eiga heima á bráðadeild. Hann þurfti að bíða fjóra tíma eftir flutningi, sem gekk illa enda er hann mjög þjáður sökum krabbans. Þá beið algjör óvissa þegar komið var á Landakot, þar sem hjúkrunarfræðingur á vakt reyndist ekki uppýstur um sjúkdóm hans. Í kjölfar greinar Hrundar og fréttaflutnings um málið var faðir hennar fluttur um deild og segist Hrund finna fyrir miklum létti en hún kvíður jafnframt fyrir framhaldinu. „Ég er mjög hrædd um að hann verði sendur heim. Við erum alveg með hnút í maganum yfir því. Maður hefur heyrt svo margar sögur um fólk sem hefur verið sent heim þótt það sé algjörlega ósjálfbjarga og jafnvel bara í leigubíl,“ segir hún. Staðan vekur nokkra furðu og fjölda spurninga. Er hann í meðferð við krabbameininu? Á hann að fara í endurhæfingu? Hvað með hjúkrunarheimili? Já, veit ekki, örugglega ekki. Það eru svör Hrundar, sem segist í raun ekki hafa fengið nein skýr svör um hvað bíði pabba hennar. „Ég bara hreinlega sé þetta ekki fyrir mér. Þetta er 83 ára gamall maður með beinkrabbamein. Hvaða endurhæfing er að fara að eiga sér stað?“ spyr Hrund. Það sé ekki síst þess vegna sem hún er hrædd um að hann fái ekki að dvelja lengi þar sem hann er. Varðandi umsókn um pláss á hjúkrunarheimili vísar hún til símtals sem hún fékk frá lækni í gær. „Hún sagði að hann fengi mjög líklega synjun inn á hjúkrunarhemil vegna þess að til þess að fá inni þá þarf endurhæfing að vera fullreynd og það þarf að vera fullreynt að hann geti ekki séð um sig sjálfur heima,“ segir Hrund. Það sé þó alveg ljóst að faðir hennar geti engan veginn séð um sig sjálfur; hvorki klætt sig, matað sig né farið á salernið án aðstoðar. „Hann á í raun kannski hvergi heima,“ segir Hrund og furðar sig á stöðu mála. „Ég er búin að fá svo mörg símtöl og skilaboð frá ókunnugu fólki sem er gráti næst... Að þakka mér fyrir að stíga fram,“ segir hún. Sögurnar séu hræðilegar. „Fólk bara... Maginn snýst við þegar fólk keyrir framhjá Landakotsspítala því það á svo hræðilegar minningar frá síðustu sólahringumn í lífi foreldra sinna.“ Sjálfur var pabbi hennar mjög langt niðri áður en bætt var úr málum í gær. „Hann var hræðilega kvalinn og virkilega sleginn og bara gjörsamlega niðurbrotin eftir þennan tæpa sólahring,“ segir Hrund um ástand hans þegar hún og systir hennar heimsóttu hann eftir flutninginn á Landakot. „Hann er búinn að borga skattana sína frá því hann var 16 ára gamall og nú er hann 83 ára og á þessu stigi í sínu lífi á hann að fá þá til baka. Hann á bara að vera í bómull.“ Vísir leitaði viðbragða frá Landspítalanum
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mannréttindi Tengdar fréttir „Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. 28. ágúst 2023 00:13 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
„Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. 28. ágúst 2023 00:13