Borgarlína sé öllum fyrir bestu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2023 08:19 Brent Toderian, fyrrverandi skipulagsstjóri Vancouver, og Maria Vassilakou, fyrrverandi varaborgarstjóri í Vínarborg, eru bæði þekktar stærðir í meðal spekúlanta í borgarskipulagi. Vísir/Arnar Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi. Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent. Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent.
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira