Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í atvinnumennskuna Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Danski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira
Það var í gær sem danskir miðlar fullyrtu að Gylfi Þór myndi skrifa undir samning við Lyngby í dag að lokinni læknisskoðun hjá félaginu en leikmaðurinn hefur undanfarið æft í Danmörku og hefur þar verið undir smásjá þjálfarateymis félagsins sem vildi sjá hver staðan á Gylfa væri. Læs meget mere her: https://t.co/2YWjXUTP0T— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2023 Gylfi hefur verið án félags síðan samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Nordsjælland á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi Þór verði í leikmannahópi liðsins þá. Hjá Lyngby hittir Gylfi Þór fyrir Frey Alexandersson sem er þjálfari liðsins og þá eru íslensku leikmennirnir Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnson og Andri Lucas Guðjohnsen nú þegar á mála hjá Lyngby. Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á, meðal annars, að baki feril sem spannar 318 leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann skoraði 67 mörk og gaf 50 stoðsendingar með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Gylfi Þór í leik með Everton á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinniVísir/Getty Þá hefur Gylfi Þór einnig leikið 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, skorað í þeim 26 mörk og verið hluti af gullaldarliðinu sem komst á tvo stórmót, EM 2016 og HM 2018. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Norðamaðurinn Age Hareide, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að fá Gylfa Þór aftur inn í íslenska landsliðið myndi það fara svo að hann hæfi feril sinn á nýjan leik. Nú þegar staðfest hefur verið að það sé raunin verður áhugavert að sjá hvort Gylfi Þór gefi aftur kost á sér í íslenska landsliðið.
Danski boltinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira