Hareide um Albert: „Getum ekki verið með augun á leikmönnum allan sólarhringinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2023 11:40 Albert Guðmundsson kemur ekki til greina í íslenska landsliðið á meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. vísir/vilhelm Åge Hareide segist hafa rætt við Albert Guðmundsson og hann muni fara eftir reglum KSÍ. Albert var ekki valinn í íslenska landsliðið í fótbolta sem mætir Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Albert hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og samkvæmt reglum KSÍ er landsliðsþjálfara óheimilt að velja leikmann í landsliðið meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. Á blaðamannafundi KSÍ í dag, þar sem Hareide fór yfir valið á landsliðshópnum, sagðist hann hafa rætt við Albert. „Ég heyrði í Alberti og útskýrði fyrir honum reglurnar. Hann veit að reglurnar eru svona og verður því ekki valinn á meðan að hans mál er til rannsóknar,“ sagði Hareide sem er svekktur yfir því að mál sem þetta hafi komið upp. „Við getum ekki verið með augun á leikmönnum allan sólarhringinn. Ég er vonsvikinn að svona mál skuli koma upp. En þetta er ekki í mínum höndum. Ég er ráðinn inn sem þjálfari og einbeiti mér að þjálfuninni. Ég fylgi reglum sambandsins. Það er ekkert annað í boði. Albert veit þetta. Ég sagði honum frá stöðunni og hann skilur hana.“ Hareide sagðist hafa verið ánægður með Albert í síðustu landsleikjum. „Ég talaði við leikmennina í kvöldverðinum eftir leikinn á móti Portúgal og hrósaði þeim fyrir þeirra framlag. Albert var einn af þeim sem lagði mest á sig fyrir liðið í leikjunum.“ Þrátt fyrir að Albert hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot spilar hann fyrir Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni. Félagið hefur sagst styðja við bakið á honum. Albert hefur leikið 35 landsleiki fyrir Ísland og skorað sex mörk. Hann hefur leikið með Genoa frá því í ársbyrjun 2022. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Albert var ekki valinn í íslenska landsliðið í fótbolta sem mætir Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Albert hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot og samkvæmt reglum KSÍ er landsliðsþjálfara óheimilt að velja leikmann í landsliðið meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. Á blaðamannafundi KSÍ í dag, þar sem Hareide fór yfir valið á landsliðshópnum, sagðist hann hafa rætt við Albert. „Ég heyrði í Alberti og útskýrði fyrir honum reglurnar. Hann veit að reglurnar eru svona og verður því ekki valinn á meðan að hans mál er til rannsóknar,“ sagði Hareide sem er svekktur yfir því að mál sem þetta hafi komið upp. „Við getum ekki verið með augun á leikmönnum allan sólarhringinn. Ég er vonsvikinn að svona mál skuli koma upp. En þetta er ekki í mínum höndum. Ég er ráðinn inn sem þjálfari og einbeiti mér að þjálfuninni. Ég fylgi reglum sambandsins. Það er ekkert annað í boði. Albert veit þetta. Ég sagði honum frá stöðunni og hann skilur hana.“ Hareide sagðist hafa verið ánægður með Albert í síðustu landsleikjum. „Ég talaði við leikmennina í kvöldverðinum eftir leikinn á móti Portúgal og hrósaði þeim fyrir þeirra framlag. Albert var einn af þeim sem lagði mest á sig fyrir liðið í leikjunum.“ Þrátt fyrir að Albert hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot spilar hann fyrir Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni. Félagið hefur sagst styðja við bakið á honum. Albert hefur leikið 35 landsleiki fyrir Ísland og skorað sex mörk. Hann hefur leikið með Genoa frá því í ársbyrjun 2022.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira