Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið 78 landsleiki og skorað 25 mörk. vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi hefur skrifað undir eins árs samning við Lyngby sem er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þjálfari þess er Freyr Alexandersson sem Gylfi þekkir vel frá því Freyr var í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Þá leika Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon með Lyngby og Alfreð Finnbogason er nýfarinn frá liðinu. „Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk hjá félaginu. Það er ekkert leyndarmál að samband okkar Freys er gott. Ég hef líka talað mikið við Alfreð sem er mjög góður vinur minn. Hann sagði mér margt um félagið, andrúmsloftið þar og liðið sjálft. Bæði Freyr og Alfreð töluðu vel um félagið og hingað til skil ég af hverju,“ sagði Gylfi við heimasíðu Lyngby. „Ég upplifi Lyngby sem mjög fjölskylduvænt félag þar sem andrúmsloftið í kringum liðið er gott. Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir. Hópurinn virðist vera í góðu jafnvægi og ég er mjög ánægður að vera hérna.“ Gylfi hlakkar til að hjálpa Lyngby að ná markmiðum sínum á tímabilinu með reynslu sinni og færni. „Ég vona að ég geti lagt mitt að mörkum með reynslu og getu. Ég veit að það eru margir ungir og hæfileikaríkir leikmenn í liðinu sem vilja læra af mér svo við getum tekið næsta skref,“ sagði Gylfi sem er spenntur að spila fyrir framan stuðningsmenn Lyngby. „Ég hef heyrt um stuðninginn sem við fáum og hlakka mjög til að hitta og ekki síst spila fyrir stuðningsmennina.“ Gylfi mun leika í treyju númer átján hjá Lyngby. Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Gylfi hefur skrifað undir eins árs samning við Lyngby sem er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þjálfari þess er Freyr Alexandersson sem Gylfi þekkir vel frá því Freyr var í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Þá leika Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon með Lyngby og Alfreð Finnbogason er nýfarinn frá liðinu. „Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk hjá félaginu. Það er ekkert leyndarmál að samband okkar Freys er gott. Ég hef líka talað mikið við Alfreð sem er mjög góður vinur minn. Hann sagði mér margt um félagið, andrúmsloftið þar og liðið sjálft. Bæði Freyr og Alfreð töluðu vel um félagið og hingað til skil ég af hverju,“ sagði Gylfi við heimasíðu Lyngby. „Ég upplifi Lyngby sem mjög fjölskylduvænt félag þar sem andrúmsloftið í kringum liðið er gott. Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir. Hópurinn virðist vera í góðu jafnvægi og ég er mjög ánægður að vera hérna.“ Gylfi hlakkar til að hjálpa Lyngby að ná markmiðum sínum á tímabilinu með reynslu sinni og færni. „Ég vona að ég geti lagt mitt að mörkum með reynslu og getu. Ég veit að það eru margir ungir og hæfileikaríkir leikmenn í liðinu sem vilja læra af mér svo við getum tekið næsta skref,“ sagði Gylfi sem er spenntur að spila fyrir framan stuðningsmenn Lyngby. „Ég hef heyrt um stuðninginn sem við fáum og hlakka mjög til að hitta og ekki síst spila fyrir stuðningsmennina.“ Gylfi mun leika í treyju númer átján hjá Lyngby.
Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira