„Upp úr riðlinum, takk!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2023 17:15 Höskuldur Gunnlaugsson er líkt og aðrir Blikar spenntur fyrir sögulegu verkefni. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira