„Upp úr riðlinum, takk!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2023 17:15 Höskuldur Gunnlaugsson er líkt og aðrir Blikar spenntur fyrir sögulegu verkefni. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira