Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:48 Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð. Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð.
Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00