Skógareldarnir á Tenerife í rénun Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. september 2023 15:08 Skógareldarnir á Tenerife hófust þann 16. ágúst en 9 dagar liðu áður en náðist að hemja þá. AP Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár. Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir. Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir.
Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira