Á von á enn hærri sektum á næstu árum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 21:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Sjá meira
Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Sjá meira
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05
Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09