Dóttirin hélt Gylfa gangandi: „Reiði skilar engu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 14:46 Gylfi Þór er orðinn leikmaður Lyngby. Hann tjáði sig um seinustu ár í viðtali við RÚV sem birtist í dag. Lyngby Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segir að nýfædd dóttir hans hafi haldið honum gangandi eftir að hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi fer yfir síðustu tvö ár í lífi sínu í viðtali sem birtist á vef RÚV í dag. Hann skrifaði á dögunum undir samning við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby og marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Hann segist þó enn vera töluvert frá því að spila sinn fyrsta leik. „Ég er töluvert langt frá því að byrja spila aftur. Hugurinn og einbeitingin er á því að koma mér aftur í form og æfa töluvert þangað til að ég fer að hugsa um að spila aftur. Það mun taka töluverðan tíma þar til ég get dæmt um hvort ég sé að standa mig vel eða ekki,“ segir Gylfi í samtali við RÚV. Hann segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að ganga til liðs við Lyngby þar sem félagið sé staðsett í Kaupmannahöfn og því sé auðvelt fyrir vini og fjölskyldu að koma í heimsókn. Þá hafi samband hans við Frey Alexandersson, þjálfara Lyngby, einnig spilað stóra rullu í ákvörðuninni. Óvissan erfiðust en dóttirin hafi haldið honum gangandi Síðustu tvö árin hafa reynst Gylfa erfið. Hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í farbann, en hann hafði þá nýverið eignast dóttur með eiginkonu sinni. Málið var svo látið niður falla í apríl á þessu ári, en Gylfi segir að dóttir hans hafi haldið sér gangandi á þessum erfiðu tímum. Þá hafi hann einnig fengið mikla hjálp frá fagaðilum. „Með hjálp fólks og fagaðila er ég kominn á mjög góðan stað. En ég verð að viðurkenna að þetta var mjög erfitt,“ segir Gylfi meðal annars. Hann fái gæsahúð þegar hann hugsar um daginn þegar málið var fellt niður og farbanninu aflétt. Óvissan fram að því hafi hins vegar verið erfiðust. „Óvissan var erfiðust, að vita ekki hvort þetta yrði búið eftir viku, mánuði eða ár. Það tók mig alveg nokkra daga að átta mig á því að ég væri kominn út úr þessu.“ Tjáir sig ekki um sakamálið Að öðru leyti tjáir Gylfi sig ekki um sakamálið. Fréttastofa RÚV hafi fengið þær upplýsingar fyrir viðtalið að Gylfi gæti ekki tjáð sig um málið eða efnisatriði þess. Aldrei hefur verið upplýst í hverju ásakanirnar fólust, en Gylfi, sem á þeim tíma var leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, var tekinn úr leikmannahópi liðsins, samningur hans við félagið látinn renna út og hann ekki valinn í íslenska landsliðið á meðan það var til rannsóknar. Gylfi var leikmaður Evertonn þegar hann var handtekinn.Alex Pantling/Getty Images Í góðu jafnvægi og stefnir á landsliðið Að lokum segist Gylfi vera í góðu jafnvægi í dag eftir erfiða tíma. Hann segist hvorki vera reiður né bitur, enda skili það engu. Hann horfir til framtíðar og setur stefnuna á að koma sér aftur í íslenska landsliðið. „Ég finn alls ekki fyrir biturð. Staðan í dag er að mér líður frábærlega og er í góðu jafnvægi. Reiði skilar engu. Ég reyni frekar að líta á jákvæða hluti, eins og að hafa fengið tvö ár með dóttur minni og tengst henni meira en ég hefði annars gert.“ „Landsliðið er það eina sem ég hef hugsað um varðandi fótbolta síðastliðin tvö ár. Að koma mér í form og komast aftur í landsliðið.“ Hann segist eiga sér þann draum að slá markametið og leika með liðinu aftur á stórmóti. „Það er allt öðruvísi að spila og skora fyrir Íslands, það er eitthvað sérstakt.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan málið kom upp.Kevin Barnes/CameraSport via Getty Images Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Gylfi fer yfir síðustu tvö ár í lífi sínu í viðtali sem birtist á vef RÚV í dag. Hann skrifaði á dögunum undir samning við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby og marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Hann segist þó enn vera töluvert frá því að spila sinn fyrsta leik. „Ég er töluvert langt frá því að byrja spila aftur. Hugurinn og einbeitingin er á því að koma mér aftur í form og æfa töluvert þangað til að ég fer að hugsa um að spila aftur. Það mun taka töluverðan tíma þar til ég get dæmt um hvort ég sé að standa mig vel eða ekki,“ segir Gylfi í samtali við RÚV. Hann segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að ganga til liðs við Lyngby þar sem félagið sé staðsett í Kaupmannahöfn og því sé auðvelt fyrir vini og fjölskyldu að koma í heimsókn. Þá hafi samband hans við Frey Alexandersson, þjálfara Lyngby, einnig spilað stóra rullu í ákvörðuninni. Óvissan erfiðust en dóttirin hafi haldið honum gangandi Síðustu tvö árin hafa reynst Gylfa erfið. Hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í farbann, en hann hafði þá nýverið eignast dóttur með eiginkonu sinni. Málið var svo látið niður falla í apríl á þessu ári, en Gylfi segir að dóttir hans hafi haldið sér gangandi á þessum erfiðu tímum. Þá hafi hann einnig fengið mikla hjálp frá fagaðilum. „Með hjálp fólks og fagaðila er ég kominn á mjög góðan stað. En ég verð að viðurkenna að þetta var mjög erfitt,“ segir Gylfi meðal annars. Hann fái gæsahúð þegar hann hugsar um daginn þegar málið var fellt niður og farbanninu aflétt. Óvissan fram að því hafi hins vegar verið erfiðust. „Óvissan var erfiðust, að vita ekki hvort þetta yrði búið eftir viku, mánuði eða ár. Það tók mig alveg nokkra daga að átta mig á því að ég væri kominn út úr þessu.“ Tjáir sig ekki um sakamálið Að öðru leyti tjáir Gylfi sig ekki um sakamálið. Fréttastofa RÚV hafi fengið þær upplýsingar fyrir viðtalið að Gylfi gæti ekki tjáð sig um málið eða efnisatriði þess. Aldrei hefur verið upplýst í hverju ásakanirnar fólust, en Gylfi, sem á þeim tíma var leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, var tekinn úr leikmannahópi liðsins, samningur hans við félagið látinn renna út og hann ekki valinn í íslenska landsliðið á meðan það var til rannsóknar. Gylfi var leikmaður Evertonn þegar hann var handtekinn.Alex Pantling/Getty Images Í góðu jafnvægi og stefnir á landsliðið Að lokum segist Gylfi vera í góðu jafnvægi í dag eftir erfiða tíma. Hann segist hvorki vera reiður né bitur, enda skili það engu. Hann horfir til framtíðar og setur stefnuna á að koma sér aftur í íslenska landsliðið. „Ég finn alls ekki fyrir biturð. Staðan í dag er að mér líður frábærlega og er í góðu jafnvægi. Reiði skilar engu. Ég reyni frekar að líta á jákvæða hluti, eins og að hafa fengið tvö ár með dóttur minni og tengst henni meira en ég hefði annars gert.“ „Landsliðið er það eina sem ég hef hugsað um varðandi fótbolta síðastliðin tvö ár. Að koma mér í form og komast aftur í landsliðið.“ Hann segist eiga sér þann draum að slá markametið og leika með liðinu aftur á stórmóti. „Það er allt öðruvísi að spila og skora fyrir Íslands, það er eitthvað sérstakt.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan málið kom upp.Kevin Barnes/CameraSport via Getty Images
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland | Pressa á Heimi Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn