Lagði sitt mat á umdeild atvik úr stórleik helgarinnar Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 12:24 Úr leik Arsenal og Manchester United í gær Vísir/EPA Arsenal og Manchester United áttust við um nýliðna helgi í stórleik 4.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Svo fór að Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu, tvö mörk á síðustu andartökum leiksins tryggðu Skyttunum sigurinn. Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira