„Verðum að hafa hugrekki til að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2023 13:16 Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Stöð 2/Arnar Stofnandi True North er uggandi vegna hvalveiða við Íslandsstrendur og hefur verulegar áhyggjur af vaxandi andstöðu áhrifafólks í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu vegna málsins. Lögmaður fyrirtækisins segir skilningsleysi einkenna viðbrögð stjórnvöld eftir að krafa þeirra um lögbann á starfsemina var send til baka. Rétt fyrir lokun á föstudag sendi sýslumaðurinn á Vesturlandi Katrínu Oddsdóttur, lögmanni framleiðslufyrirtækisins True North, kröfu þeirra um lögbann á hvalveiði til baka og það tiltekið að skilyrði til lögbanns væru ekki uppfyllt en að þau hefðu tækifæri til að rökstyðja kröfuna betur. Sjá nánar: True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns „Þannig að þetta er kannski bara eitthvað sem við þurfum þá annað hvort rökstyðja enn betur til að gera það skýrara eða kannski horfast í augu við þá staðreynd að það er nú erfitt að fá niðurstöðu hjá íslenskum stjórnvöldum þegar það kemur að ýmsu sem tengist náttúruvernd og öðru og kannski er skilningsleysi að einhverju leyti það sem einkennir okkar stjórnvöld og núna hef ég miklar áhyggjur - hvað þessi stóru mál varðar - að fólk sé ekki að grípa alvöruna og í raun og veru hversu miklir hagsmunir raunverulega eru undir fyrir okkar framleiðslufyrirtæki.“ Undirskriftalisti gengur um netheima þar sem fjölmargir leikarar, leikstjórar, höfundar, framleiðendur og áhrifafólk í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu fullyrða að ef Hvalur hf. hefði veiðar á langreyðum að nýju muni þeir ekki lengur koma með verkefni sín til Íslands. Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North vill lögbann á starfsemi Hvals hf. Honum líst ekki á blikuna.Aðsend Fréttastofa ræddi við Leif Dagfinnsson, stofnanda True North í morgun og var hljóðið í honum þungt vegna stöðunnar. Hann sagðist hafa verulegar áhyggjur af þróun mála og að mikil alvara væri á bakvið yfirlýsingar stórstjarna og áhrifafólks í Hollywood um hvalveiðar á Íslandi. Hann óttist hreinlega sniðgöngu. Katrín tekur undir þetta og segir að það hefði grafalvarlegar afleiðingar að lenda á svörtum lista innan kvikmyndaiðnaðarins. „Fólkið sem er á þessum undirskriftarlista þetta eru ekki bara einhverjar stórstjörnur hvað varðar leikara og annað heldur er þetta fólk sem hefur rosalega mikið um það að segja hvernig fjármagni er dreift og í hvað fjármagn er sett og við hvað það leggur nafn sitt við þannig að margföldunaráhrifin sem þetta getur haft ef af verður eru gríðarleg og ég heyri það að þessum nöfnum er að fjölga.“ Fólk þurfi að átta sig á þeim hagsmunum sem séu í húfi og horfa á stóru myndina. „Það kom fram í yfirlýsingu sem Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda sendi frá sér fyrir helgi að þarna héngu milljarðar á spýtunni, bara í fyrra var tveir og hálfur milljarður sem þessi bransi velti, og mjög mikið af útflutningstekjum. Við getum síðan borið þetta saman við hvalveiðar ef við viljum leggjast yfir þá grimmu mynd sem þessi samanburður er og séð að þarna eru í rauninni engar útflutningstekjur, varla hægt að koma þessu kjöti á markað og ofboðslega mikil andstaða og hvernig sem á þetta mál er litið þá er þetta algjör rökleysa að vera að stunda veiðar á langreyðum árið 2023 og við verðum að hafa hugrekki til þess að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“ Hvalveiðar Hvalir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Rétt fyrir lokun á föstudag sendi sýslumaðurinn á Vesturlandi Katrínu Oddsdóttur, lögmanni framleiðslufyrirtækisins True North, kröfu þeirra um lögbann á hvalveiði til baka og það tiltekið að skilyrði til lögbanns væru ekki uppfyllt en að þau hefðu tækifæri til að rökstyðja kröfuna betur. Sjá nánar: True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns „Þannig að þetta er kannski bara eitthvað sem við þurfum þá annað hvort rökstyðja enn betur til að gera það skýrara eða kannski horfast í augu við þá staðreynd að það er nú erfitt að fá niðurstöðu hjá íslenskum stjórnvöldum þegar það kemur að ýmsu sem tengist náttúruvernd og öðru og kannski er skilningsleysi að einhverju leyti það sem einkennir okkar stjórnvöld og núna hef ég miklar áhyggjur - hvað þessi stóru mál varðar - að fólk sé ekki að grípa alvöruna og í raun og veru hversu miklir hagsmunir raunverulega eru undir fyrir okkar framleiðslufyrirtæki.“ Undirskriftalisti gengur um netheima þar sem fjölmargir leikarar, leikstjórar, höfundar, framleiðendur og áhrifafólk í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu fullyrða að ef Hvalur hf. hefði veiðar á langreyðum að nýju muni þeir ekki lengur koma með verkefni sín til Íslands. Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North vill lögbann á starfsemi Hvals hf. Honum líst ekki á blikuna.Aðsend Fréttastofa ræddi við Leif Dagfinnsson, stofnanda True North í morgun og var hljóðið í honum þungt vegna stöðunnar. Hann sagðist hafa verulegar áhyggjur af þróun mála og að mikil alvara væri á bakvið yfirlýsingar stórstjarna og áhrifafólks í Hollywood um hvalveiðar á Íslandi. Hann óttist hreinlega sniðgöngu. Katrín tekur undir þetta og segir að það hefði grafalvarlegar afleiðingar að lenda á svörtum lista innan kvikmyndaiðnaðarins. „Fólkið sem er á þessum undirskriftarlista þetta eru ekki bara einhverjar stórstjörnur hvað varðar leikara og annað heldur er þetta fólk sem hefur rosalega mikið um það að segja hvernig fjármagni er dreift og í hvað fjármagn er sett og við hvað það leggur nafn sitt við þannig að margföldunaráhrifin sem þetta getur haft ef af verður eru gríðarleg og ég heyri það að þessum nöfnum er að fjölga.“ Fólk þurfi að átta sig á þeim hagsmunum sem séu í húfi og horfa á stóru myndina. „Það kom fram í yfirlýsingu sem Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda sendi frá sér fyrir helgi að þarna héngu milljarðar á spýtunni, bara í fyrra var tveir og hálfur milljarður sem þessi bransi velti, og mjög mikið af útflutningstekjum. Við getum síðan borið þetta saman við hvalveiðar ef við viljum leggjast yfir þá grimmu mynd sem þessi samanburður er og séð að þarna eru í rauninni engar útflutningstekjur, varla hægt að koma þessu kjöti á markað og ofboðslega mikil andstaða og hvernig sem á þetta mál er litið þá er þetta algjör rökleysa að vera að stunda veiðar á langreyðum árið 2023 og við verðum að hafa hugrekki til þess að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“
Hvalveiðar Hvalir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02