Enski boltinn

Greinir frá á­stæðu þess að hann fór frá Liver­pool

Aron Guðmundsson skrifar
Jordan Henderson og Jurgen Klopp eiga í góðu sambandi
Jordan Henderson og Jurgen Klopp eiga í góðu sambandi Vísir/EPA

Jordan Hender­son, fyrrum fyrir­liði Liver­pool, hefur greint frá á­stæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfir­standandi tíma­bil. Það gerir hann í ítar­legu við­tali við The At­hletic en fé­lags­skiptin ollu miklu fjaðra­foki á sínum tíma.

Hender­son hefur í gegnum tíðina verið yfir­lýstur stuðnings­maður réttinda hin­segin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að fé­lags­skipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mann­réttindi hin­segin fólks, urðu stað­fest.

Var litið svo á að Hender­son væri að fórna gildum sínum og sið­ferði fyrir þann mikla pening sem leik­mönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. 

Hender­son segir hins vegar að á undir­búnings­tíma­bilinu með Liver­pool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tíma­bili. Hann var á þessum tíma fyrir­liði fé­lagsins og hafði unnið ensku úr­vals­deildina sem og Meistara­deild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítla­borginni.

Hins vegar fóru við­vörunar­bjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upp­hafi tíma­bils.

„Ég á í mjög góðu sam­bandi við Jur­gen Klopp (knatt­spyrnu­stjóra Liver­pool) og hann var bara mjög hrein­skilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar sam­tali, því það er einka­mál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spila­tíma með liðinu á tíma­bilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leik­menn í mína stöðu.“

Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera á­fram hjá liðinu, hafandi af­rekað allt það sem hann hafði af­rekað, til þess eins að sitja á vara­manna­bekknum og horfa á.

„Evrópu­mót lands­liða er fram­undan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til for­ráða­manna Liver­pool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfir­gefa fé­lagið.“

Það var beiðni sem for­ráða­menn Liver­pool þver­tóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Hender­son að fram­tíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu?

„Ef ein­hver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta sam­tal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá fé­laginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tíma­punktur, frá fé­laginu eða for­ráða­mönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði á­fram.“

Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×