Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 09:31 Jordan Henderson og Jurgen Klopp eiga í góðu sambandi Vísir/EPA Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira