Ísfirðingar opnir fyrir sameiningu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2023 10:11 Frá Norðurfirði á Ströndum. Vísir/Egill Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum. Árneshreppur á Ströndum er eitt fámennasta sveitarfélag landsins og töldu íbúar þess 42 í upphafi árs 2022. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fundaði í gær þar sem tekið var jákvætt í ályktun hreppsnefndar Árneshrepps um vilja til sameiningar við önnur sveitarfélög. „Ísafjarðarbær er opinn fyrir viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, enda liggja sveitarfélögin saman, þótt í vegleysu sé,“ segir í bókun bæjarráðs. Árneshreppur á Ströndum, merkt gult á kortinu, er eitt fámennasta sveitarfélag landsins.Samband.is Í ályktun hreppsnefndar Árneshrepps frá 9. ágúst síðastliðinn sagði að mikil umræða hefði átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga síðustu ár. „Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir sem þó hafa ekki enn leitt til niðurstöðu í stærra samhengi. Vegna fámennis sveitarfélagsins hefur Árneshreppur ekki haft frumkvæði að viðræðum við önnur sveitarfélög. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti einróma á fundi sínum að lýsa yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög og jafnframt óska eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum,“ sagði í ályktuninni. Árneshreppur liggur að Hornströndum sem tilheyra Ísafjarðarbæ í norðri, Strandabyggð í vestri og suðri og Kaldrananeshreppi í suðri. Hólmavík er stærsti bærinn í Strandabyggð og Drangsnes stærsti þéttbýliskjarninn í Kaldrananeshreppi. Ísafjarðarbær Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Árneshreppur á Ströndum er eitt fámennasta sveitarfélag landsins og töldu íbúar þess 42 í upphafi árs 2022. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fundaði í gær þar sem tekið var jákvætt í ályktun hreppsnefndar Árneshrepps um vilja til sameiningar við önnur sveitarfélög. „Ísafjarðarbær er opinn fyrir viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, enda liggja sveitarfélögin saman, þótt í vegleysu sé,“ segir í bókun bæjarráðs. Árneshreppur á Ströndum, merkt gult á kortinu, er eitt fámennasta sveitarfélag landsins.Samband.is Í ályktun hreppsnefndar Árneshrepps frá 9. ágúst síðastliðinn sagði að mikil umræða hefði átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga síðustu ár. „Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir sem þó hafa ekki enn leitt til niðurstöðu í stærra samhengi. Vegna fámennis sveitarfélagsins hefur Árneshreppur ekki haft frumkvæði að viðræðum við önnur sveitarfélög. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti einróma á fundi sínum að lýsa yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög og jafnframt óska eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum,“ sagði í ályktuninni. Árneshreppur liggur að Hornströndum sem tilheyra Ísafjarðarbæ í norðri, Strandabyggð í vestri og suðri og Kaldrananeshreppi í suðri. Hólmavík er stærsti bærinn í Strandabyggð og Drangsnes stærsti þéttbýliskjarninn í Kaldrananeshreppi.
Ísafjarðarbær Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira