„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. september 2023 17:00 Kuntessa og Special-K kynntust í Flórens árið 2011 og eru nú mættar með lagið Kiki. Aðsend „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Lagið byrjar á símtali Kuntessu við vinkonuna Special-K og þeirri skyndiákvörðun að bjóða stelpunum og samkynhneigðum í heimsókn. „Það sem á eftir kemur er nokkurs konar athöfn í aðdraganda partýsins: viðkoma í sjoppunni, úttekt á áfengisúrvalinu og biðja vinkonu að ná í nokkra hluti sem gleymdust. Sérstaklega bleika freyðivínið frá Kylie Minogue sem er ómissandi og núverandi þráhyggja okkar lagahöfundanna. Fyrr en varir er stemningin gjörbreytt og við vitum að við munum öll hringja okkur inn veik á morgun,“ segir Katrín Helga. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Kuntessa ft. Special-K - Kiki Lagið er samstarf milli vinkvennanna og nafnanna Caterinu Vanucci, Kuntessu, og Katrínar Helgu Andrésdóttur, Special-K. Stöllurnar kynntust þegar Katrín bjó í Flórens, heimabæ Caterinu, árið 2011 og þær sóttu sama skólann, Accademia D'Arte. Þær urðu perluvinkonur og fluttu inn saman í London þegar þær af tilviljun bjuggu samtímis í borginni árið 2016. Það ár sömdu þær lagið Life Wasting Guilt. Vinkonurnar hafa ítrekað gert tónlistarmyndbönd fyrir hvor aðra og síðasta ári kom út lagið Mi Vuoi sem þær gerðu með hljómsveit Katrínar, Ultraflex. Nöfnurnar eru nú mættar aftur með laginu Kiki. Stelpurnar segja Kiki-ið eina móteitrið við gráma Londonborgar eftir sumarið.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Katrínu Helgu sem kemur víða fram bæði ein síns liðs og ásamt hljómsveit. „Ég er að spila með Ultraflex í Hollandi í lok september, í Osló og Bergen í byrjun október og í London í Nóvember. Þá mun Kuntessa að sjálfsögðu taka lagið með okkur.“ Patrik Atlason, Prettiboitjokkó, situr svo staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM ásamt Luigi með lagið Skína og Iceguys fylgja fast á eftir með lagið Krumla. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Lagið byrjar á símtali Kuntessu við vinkonuna Special-K og þeirri skyndiákvörðun að bjóða stelpunum og samkynhneigðum í heimsókn. „Það sem á eftir kemur er nokkurs konar athöfn í aðdraganda partýsins: viðkoma í sjoppunni, úttekt á áfengisúrvalinu og biðja vinkonu að ná í nokkra hluti sem gleymdust. Sérstaklega bleika freyðivínið frá Kylie Minogue sem er ómissandi og núverandi þráhyggja okkar lagahöfundanna. Fyrr en varir er stemningin gjörbreytt og við vitum að við munum öll hringja okkur inn veik á morgun,“ segir Katrín Helga. Hér má hlusta á lagið: Klippa: Kuntessa ft. Special-K - Kiki Lagið er samstarf milli vinkvennanna og nafnanna Caterinu Vanucci, Kuntessu, og Katrínar Helgu Andrésdóttur, Special-K. Stöllurnar kynntust þegar Katrín bjó í Flórens, heimabæ Caterinu, árið 2011 og þær sóttu sama skólann, Accademia D'Arte. Þær urðu perluvinkonur og fluttu inn saman í London þegar þær af tilviljun bjuggu samtímis í borginni árið 2016. Það ár sömdu þær lagið Life Wasting Guilt. Vinkonurnar hafa ítrekað gert tónlistarmyndbönd fyrir hvor aðra og síðasta ári kom út lagið Mi Vuoi sem þær gerðu með hljómsveit Katrínar, Ultraflex. Nöfnurnar eru nú mættar aftur með laginu Kiki. Stelpurnar segja Kiki-ið eina móteitrið við gráma Londonborgar eftir sumarið.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Katrínu Helgu sem kemur víða fram bæði ein síns liðs og ásamt hljómsveit. „Ég er að spila með Ultraflex í Hollandi í lok september, í Osló og Bergen í byrjun október og í London í Nóvember. Þá mun Kuntessa að sjálfsögðu taka lagið með okkur.“ Patrik Atlason, Prettiboitjokkó, situr svo staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM ásamt Luigi með lagið Skína og Iceguys fylgja fast á eftir með lagið Krumla. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira