Enski boltinn

Loka­orð flug­­manns þyrlunnar sem fórst í Leicester opin­beruð

Aron Guðmundsson skrifar
Stundin þegar að þyrlan tók á loft frá King Power leikvanginum í Leicester
Stundin þegar að þyrlan tók á loft frá King Power leikvanginum í Leicester Vísir/Getty

Loka­orð flug­mannsins sem flaug þyrlu sem brotlenti, meðal annars með þá­verandi eig­anda enska knatt­spyrnu­fé­lagsins Leicester City, og með þeim af­leiðingum að öll í þyrlunni fórust, hafa verið opin­beruð í skýrslu um slysið.

Það var þann 27. októ­ber 2018, um klukku­stund eftir leik Leicester City og West Ham United, sem um­rædd þyrla brot­lenti fyrir utan King Power leik­vanginn, heima­völl Leicester City, skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá miðju vallarins.

Leicester City hafði á þessum tíma verið að ganga í gegnum al­gjöra blóma­skeið undir eignar­haldi Vichai Sri­vadd­hanaprabha og varð, eins og frægt er orðið, enskur meistari tíma­bilið 2015-2016.

Í skýrslu rann­sóknar­nefndar flug­slysa á Bret­landi um um­rætt slys. sem hefur nú verið gerð opin­ber og Sky News hefur í höndunum, segir að hinn 53 ára Eric Swaf­fer, flugmaður þyrlunnar hafi ekki áttað sig á því hvað væri að eiga sér stað þegar þyrlan tók að láta illa undan stjórn.

Er rennt stoðum undir þetta með upp­tökum úr stjórn­klefa þyrlunnar þar sem heyra má Eric segja: „Ég veit ekki hvað er að eiga sér stað,“ en nokkrum sekúndum síðar brot­lenti þyrlan.

Auk Eric og Vichai voru Nursara Sukna­mai og Ka­veporn Pun­pare, að­stoðar­fólk Vichai í þyrlunni. Þá var unnusta Erics, Iza­bela Roza Lechowicz einnig í henni. Þau létu öll lífið.

Í skýrslunni er sagt að þeir pedalar, sem flug­maðurinn reiddi sig á til þess að stýra stefnu þyrlunnar, hafi orðið ó­virkir og varð það til þess að þyrlan tók, ó­um­beðin, skarpa hægri beygju og var ó­mögu­legt fyrir Eric að ná aftur stjórn á henni.

Þyrlan snerist stjórnlaus í alls fimm hringi í loftinu áður en hún skall á jörðinni. Fjórir af þeim fimm ein­stak­lingum sem hafi verið í þyrlunni hafi lifað höggið af en orðið eldinum, sem blossaði upp á innan við mínútu, að bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×