Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 12:13 Klasasprengjur má finna víða um heim og þær geta valdið mannskaða mörgum áratugum eftir að þau eru notuð í átökum. AP/Mohammed Zaatari Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum. Hernaður Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum.
Hernaður Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira