Bosnía setur lykilleikmann í bann fyrir leikinn gegn Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 19:31 Anel Ahmedhodzic í baráttunn við Erling Haaland í leik Sheffield United og Manchester City á dögunum. Vísir/Getty Landslið Bosníu og Hersegóvínu verður án lykilleikmanns í landsleiknum gegn Íslandi í næstu viku. Knattspyrnusamband landsins hefur sett leikmanninn í bann og trúir ekki útskýringum hans um meiðsli. Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina. Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina.
Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira