„Væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við gætum farið á annað stórmót“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í leiknum í gær. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson, starfandi landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einar Gunnarssonar, hefur tröllatrú á því að íslenska landsliðinu takist að tryggja sig inn á annað stórmót. Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira