Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 14:21 Albert Brynjar Ingason, sparkspekingur og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Gula Spjaldið. Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. „Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum. Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum.
Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira