Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 14:21 Albert Brynjar Ingason, sparkspekingur og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Gula Spjaldið. Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. „Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum. Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum.
Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira